Thomas vann í Frakklandshjólreiðunum

Geraint Thomas.
Geraint Thomas. AFP

Bretinn Geraint Thomas vann í dag glæstan sigur í Frakklandshjólreiðunum, Tour de France. Geraint hjólaði niður breiðstrætið Champs-Élysées í Parísarborg, líkt og siður er að gera á síðustu dagleið hjólreiðanna, við mikinn fögnuð áhorfenda en hann er aðeins þriðji Bretinn í sögunni til að vinna keppnina.

Keppnin hófst í Noir­moutier í Frakklandi fyrir 21 degi og hafa keppendur hjólað eina 3.351 kíló­metra en 176 kepp­end­ur í 22 liðum tóku þátt.

Geraint Thomas er 32 ára Wales-verji og keppir fyrir breska liðið Team Sky sem hefur nú unnið sex af síðustu sjö keppnum. Liðsfélagi hans Chris Froome þótti líklegur til að vinna keppnina fjórða árið í röð en á lokastigum keppninnar reyndist Thomas betri keppandinn.

AFP
mbl.is