Aníta úr leik eftir stimpingar

Aníta Hinriksdóttir að koma í mark í undanrásunum í gær.
Aníta Hinriksdóttir að koma í mark í undanrásunum í gær. Ljósmynd/Loopland Gelderland

Aníta Hinriksdóttir kom sjötta í mark í sínum riðli í undanúrslitum 800 metra hlaups á Evrópumótinu í Berlín í kvöld en var dæmd úr keppni eftir hlaupið.

Ekki liggur ljóst fyrir á þessari stundu nákvæmlega hvers vegna Aníta var dæmd úr keppni en keppnin var hörð og átti Aníta í nokkrum stimpingum við hina sænsku Lovisu Lindh þar sem þær börðust fyrir plássi á hlaupabrautinni.

Átta keppendur komust áfram í úrslitahlaupið. Riðill Anítu, sem var fyrri undanúrslitariðillinn, var talsvert hægari en seinni riðillinn og komust því aðeins þrjár fremstu úr þeim riðli í úrslitin. Selina Büchel frá Sviss var þeirra síðust en hún hljóp á 2:02,84 mínútum.

Samanlögð niðurstaða í undanúrslitunum. Hlaupið var í tveimur riðlum.
Samanlögð niðurstaða í undanúrslitunum. Hlaupið var í tveimur riðlum. Ljósmynd/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert