Már setti þrjú Íslandsmet

Már Gunnarsson.
Már Gunnarsson. Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra

Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet á fyrsta degi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug í gær.

Sundsamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra standa saman að mótinu og í ár fer það fram með þeim hætti að keppendur úr röðum fatlaðra eru nú fullgildir keppendur innan mótsins þrátt fyrir aðskildar verðlaunagreinar. 

Met Más í gær komu í 200 metra baksundi þegar hann synti á tímanum 2:27,48 mínútum, í 200 metra fjórsundi á tímanum 2:34,75 mínútum og svo í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:13,67 mínútum. Í síðastnefndu greininni kom metið þegar hann synti fyrsta sprett í boðsundi með sveit ÍRB.

Auk árangurs Más hefur Hafnfirðingurinn Róbert Ísak Jónsson tryggt sér þátttökurétt í úrslitum í 400 metra fjórsundi og í 100 metra flugsundi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert