Róbert Ísak tvöfaldur Norðurlandameistari

Róbert Ísak Jónsson í lauginn í Finnlandi í dag.
Róbert Ísak Jónsson í lauginn í Finnlandi í dag. Ljósmynd/@IthrottasambandFatladra

Róbert Ísak Jónsson er búinn að vinna tvo Norðurlandameistaratitla á Norðurlandamótinu í sundi fatlaðra sem fram fer í Oulu í Finnlandi.

Róbert ísak, sem keppir fyrir Fjörð í flokki S14, er einn sex íslenskra keppenda á mótinu. Hann varð Norðurlandameistari í 200 metra skriðsundi á tímanum 2:00,60 mínútum, eða tæpum tveimur sekúndum á undan næsta keppanda. Hann bætti svo við öðrum titli með því að vinna 100 metra bringusund á 1:10,44. Guðfinnur Karlsson varð í 6. sæti í þeirri grein á 1:26,58.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir vann silfurverðlaun í 100 metra bringusundi á 1:26,22 mínútu. Thelma Björg Björnsdóttir varð þar í 4. sæti á 1:56,58.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert