Annar 5:0-skellur í Portúgal

Kári Gunnarsson lék ágætlega en það dugði ekki til.
Kári Gunnarsson lék ágætlega en það dugði ekki til. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Íslenska landsliðið í badminton mátti þola annan 5:0-skellinn í röð í forkeppni Evrópumeistaramóts landsliða í Portúgal í dag er liðið mætti Sviss. Ísland tapaði einnig 5:0 fyrir Hollandi í fyrstu umferð. 

Kári Gunnarsson í einliðaleik karla komst næst Íslendinganna að vinna, en hann tapaði í tveimur lotum fyrir Tobias Kuenzi, 21:18 og 21:16. Í einliðaleik kvenna tapaði Arna Karen Jóhannsdóttir fyrir Ronja Stern, 21:9 og 21:12. 

Í tvíliðaleik karla stríddu Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson þeim Tobiasi Kuenzi og Oliver Schaller. Svisslendingarnir unnu hins vegar að lokum í tveimur lotum, 21:18 og 21:16. Sigríður Árnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir töpuðu fyrir Sabrina Jaquet og Jenjira Stadelmann í tvíliðaleik kvenna, 21:10 og 21:11.

Loks töpuðu þau Margrét Jóhannsdóttir og Kristófer Darri Finnsson í tvenndarleik fyrir þeim Schaller og Stadelmann. Svissneska parið vann í tveimur lotum, 21:13 og 21:18. Ísland mætir Portúgal í síðustu viðureign sinni á morgun, en ljóst er að Ísland á ekki möguleika á að komast áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert