SA skoraði átta mörk

SA er með yfirburði í íslensku íshokkíi.
SA er með yfirburði í íslensku íshokkíi. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

SA vann þægilegan 8:0-sigur á Reykjavík í 5. umferð Hertz-deildar kvenna í íshokkíi í kvöld. SA er búið að vinna alla fimm leiki liðanna á tímabilinu, en aðeins tvö lið leika í deildinni á leiktíðinni. 

Staðan var markalaus eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta komst SA á bragðið. Sunna Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir, Silvía Björgvinsdóttir og Kolbrún Garðarsdóttir skoruðu allar í leikhlutanum og var staðan fyrir þriðja og síðasta leikhlutann 4:0. 

Anna Einisdóttir, Arndís Sigurðardóttir og Eva Karvelsdóttir skoruðu í síðasta leikhlutanum og breyttu stöðunni í 7:0. Sunna Björgvinsdóttir bætti svo við sínu öðru marki og áttunda marki SA í blálokin og þar við sat. 

mbl.is