Sharapova sló meistarann úr leik

Maria Sharapova fagnar sigri sínum.
Maria Sharapova fagnar sigri sínum. AFP

Hin danska Caroline Wozniacki nær ekki að verja titil sinn á opna ástralska meistaramótinu í tennis í ár.

Maria Sharapova frá Rússlandi sló ríkjandi meistara úr leik í morgun og er þar með komin áfram í fjórðu umferðina.

Sharapova, sem hefur unnið fimm risamót á ferli sínum, vann fyrsta settið 6:4. Wozniacki vann annað settið 6:4 en sú rússneska fagnaði sigri í þriðja settinu 6:3 og mætir Ash Barty frá Ástralíu í 16-manna úrslitunum.

Svisslendingurinn Roger Federer er kominn í 16-manna úrslit eftir sigur gegn Bandaríkjamanninum Taylor Fritz í þremur settum, 6:2, 7:5 og 6:2. Federer hefur unnið 20 risamót á ferli sínum og stefnir að því að vinna opna ástralska meistaramótið í sjöunda sinn. Andstæðingur hans í 16-manna úrslitunum verður Grikkinn Stefanos Tsitsipas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert