Ísland valtaði yfir Nýja-Sjáland

Íslenska liðið átti ekki í neinum vandræðum með að vinna ...
Íslenska liðið átti ekki í neinum vandræðum með að vinna Nýja-Sjáland. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí spilar um fimmta sætið í 3. deild heimsmeistaramótsins eftir afar sannfærandi 11:1-sigur á Nýja-Sjálandi í Skautahöll Reykjavíkur í dag. 

Axel Snær Orongan skoraði fyrsta mark strax eftir 17 sekúndur og var ljóst frá byrjun í hvað stefndi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 6:0 og var eftirleikurinn auðveldur fyrir íslenska liðið. 

Heiðar Örn Kristveigarson var í miklu stuði og skoraði fimm mörk og Axel Snær skoraði tvö. Sigurður Þorsteinsson, Vignir Arason, Sölvi Atlason og unnar Rúnarsson skoruðu sitt markið hver. 

Ísland mætir annaðhvort Taívan eða Suður-Afríku í lokaleik sínum á mótinu á morgun. 

mbl.is