Aníta missir af EM í Glasgow

Aníta Hinriksdóttir verður ekki með á EM í Glasgow.
Aníta Hinriksdóttir verður ekki með á EM í Glasgow. mbl.is/Árni Sæberg

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir verður ekki með á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum í Glasgow í Skotlandi í byrjun næsta mánaðar. Aníta er að glíma við meiðsli. Þetta staðfesti Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, við RÚV í dag. 

Aníta var búinn að tryggja sér sæti í 800 metra hlaupi á mótinu. Hún fann hins vegar til eymsla eftir hlaup á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll í byrjun febrúar. Eftir Norðurlandamótið um helgina versnuðu svo meiðslin. 

Aníta á góðar minningar frá EM innanhúss, því hún fékk bronsverðlaun fyrir tveimur árum í Belgrad og hafnaði hún í fjórða sæti á EM 2015 í Prag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert