Meistaranir skoruðu fimm

Það var hart barist á Akureyri í kvöld.
Það var hart barist á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Deildarmeistarar SA unnu góðan 5:3-sigur á SR í Skautahöll Akureyrar í Hertz-deild karla í íshokkíi í dag. 

Rúnar Rúnarsson og Kristján Árnason komu SA í 2:0 með mörkum í fyrsta leikhluta og Jordan Steger bætti við þriðja markinu um miðjan annan leikhluta. 

Robbie Sigurðsson minnkaði muninn fyrir SR undir lok leikhlutans og var staðan fyrir þriðja og síðasta leikhlutann 3:1. Hafþór Sigrúnarson breytti stöðunni í 4:1 snemma í síðari hálfleik og voru flestir að búast við öruggum sigri SA. 

SR neitaði hins vegar að gefast upp og Petr Kubos og Robbie Sigurðsson minnkuðu muninn í 4:3, þegar tíu mínútur voru eftir. SA átti hins vegar lokaorðið því Steger skoraði sitt annað mark undir blálokin og þar við sat. 

SA er í toppsæti deildarinnar með 32 stig eftir 14 leiki og SR í öðru sæti með 20 stig. Björninn rekur lestina með 14 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert