Sigraði bæði í kvenna- og karlaflokki

Nevana Tasic efst á verðlaunapallinum eftir mótið í gær.
Nevana Tasic efst á verðlaunapallinum eftir mótið í gær. Ljósmynd/bordtennis.is

Borðtenniskonan Nevana Tasic úr Víkingi gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í kvenna- og karlaflokki á Pepsi-mótinu í borðtennis sem haldið var í íþróttahúsi TBR í Reykjavík í gær.

Samkvæmt vef Borðtennissambands Íslands er þetta í fyrsta skipti sem það gerist hér á landi að kona vinnur mót í meistaraflokki karla í íþróttinni.

Nevana vann Gest Gunnarsson úr KR í úrslitaleik í karlaflokki og í kvennaflokki sigraði hún Agnesi Brynjarsdóttur úr Víkingi í úrslitaleiknum.

Gestur Gunnarsson sigraði í 1. flokki karla á mótinu og Ladislav Haluska úr Víkingi sigraði í 2. flokki karla. Pétur Stephensen sigraði í öldungaflokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert