Kötlu og Maríu gekk vel í gær

Þær María Finnbogadóttir og Katla Björg Dagbjartsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar, sem báðar eru í B-landsliðshópi Íslands í alpagreinum, náðu ágætis árangri á alþjóðlegum mótum, FIS-mótum, í Austurríki og á Ítalíu í gær en þær bættu báðar FIS-stigin sín verulega.

María hafnaði í ellefta sæti á móti í Austurríki þar sem hún fékk 45,22 FIS-stig en Katla Björg hafnaði í níunda sæti á móti á Ítalíu þar sem hún fékk 69,77 FIS-stig.

Þær María og Katla verða aftur á ferðinni á FIS-mótum í dag.

mbl.is