Önnur silfurverðlaun í Knoxville

Anton Sveinn McKee hefur verið í frábæru formi í sundlauginni …
Anton Sveinn McKee hefur verið í frábæru formi í sundlauginni að undanförnu. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sundkappinn Anton Sveinn McKee hafnaði í öðru sæti í 200 metra bringusundi á Tyr Pro Swim Series-mót­inu sem fram fór í Knoxville í Banda­ríkj­un­um í gær. Anton kom í mark á tímanum 2:11,34 en hans besti tími í greininni er 2:10,32.

Anton keppti einnig í 100 metra bringusundi á mótinu á föstudaginn síðasta þar sem hann hafnaði líka í öðru sæti á tímanum 1:00,65. Anton er nú á heimleið þar sem hann keppir á Reykjavíkurleikunum sem hefjast um næstu helgi.

mbl.is