Færsla Ólympíuleikanna veldur árekstrum

Ólympíuleikarnir verða í Tókýó í júlí og ágúst á næsta …
Ólympíuleikarnir verða í Tókýó í júlí og ágúst á næsta ári. AFP

Þegar liggur fyrir að sú ákvörðun að halda Ólympíuleikana í Tókýó frá 23. júlí til 8. ágúst árið 2021 hefur áhrif á marga aðra íþróttaviðburði og kallar á tilfærslur á þeim.

Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum átti að hefjast 6. ágúst 2021 en nú er ljóst að færa þarf það til. Þegar hefur verið rætt um að það færist til sumarsins 2022. Sama er að segja um Frakklandshjólreiðarnar, Tour de France, og Evrópukeppni kvenna í fótbolta, sem væntanlega þarf að færa til ársins 2022 þar sem mörg sömu liðin verða á EM kvenna og á Ólympíuleikunum.

Uppfært:
Alþjóða frjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt að HM verði fært til ársins 2022 og verið sé að finna hentugustu dagsetningarnar fyrir mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert