Tvær hugmyndir varðandi Ólympíuleikana

Yoshiro Mori, til hægri, ræðir við Fujio Mitarai, heiðursforseta framkvæmdanefndarinnar, …
Yoshiro Mori, til hægri, ræðir við Fujio Mitarai, heiðursforseta framkvæmdanefndarinnar, á fundinum í morgun. AFP

Yoshiro Mori, forseti framkvæmdanefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, segir að tvær tillögur hafi komið fram varðandi dagsetningar á leikunum sem var frestað á dögunum en þeir áttu að fara fram í sumar frá 24. júlí til 9. ágúst.

Framkvæmdanefndin kom saman í morgun og Mori sagði að tillögurnar sem fram væru komnar hljóðuðu upp á að halda leikana annaðhvort næsta vor eða næsta sumar. Hann bætti því við að nefndin myndi ræða nánar um tímasetningarnar í þessari viku.

Ákvarðanatakanan er flókin en að henni kemur framkvæmdanefndin ásamt alþjóðaólympíunefndinni og gríðarlegum fjölda styrktaraðila, íþróttasambanda og sjónvarpsstöðva.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert