Óska eftir umsóknum um styrki vegna kórónuveirunnar

Ekki var hægt að klára Íslandsmótið í handknattleik vegna útbreiðslu …
Ekki var hægt að klára Íslandsmótið í handknattleik vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands kallar eftir umsóknum frá íþrótta- og ungmennafélögum, íþróttahéruðum og sérsamböndum ÍSÍ sem hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kórónuveirunnar en þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Umsækjendur geta verið þeir sem hafa orðið fyrir tekjutapi vegna viðburða eða móta sem hefur þurft að fella niður eða breyta verulega vegna samkomubanns af völdum veirunnar, hafi slíkar ráðstafanir haft veruleg áhrif á rekstur og starf viðkomandi íþróttaeiningar. ÍSÍ hefur verið falið að úthluta millj­óna kr. stuðningi rík­is­ins til íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Umsóknin þarf að uppfylla ákveðin skilyrði ÍSÍ sem lesa má nánar um með því að smella á tengilinn hér að neðan. Umsóknarfrestur er til og með 15. júní.

Nánari upplýsingar má finna á þar til gerðum umsóknarvef á heimasíðu ÍSÍ með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert