Danir reyndu við besta leikmann Íslandssögunnar

„Stundum fór það í taugarnar á manni þegar að maður var að spila við lið eins og Möltu sem við vorum bara vanir að vinna,“ sagði Guðmundur Eggert Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, um fjölda kínverskra leikmanna í landsliðum heims í dag í Dagmálum, nýjum frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Kínverjar hafa alla tíð verið mikil borðtennisþjóð en Kínverjar sem tekst ekki að slá í gegn í heimalandi sínu ferðast oftast til Evrópu og taka upp annað ríkisfang. 

„Þetta voru kannski ekkert frábærir Kínverjar sem voru í liðinu hjá Möltu en þeir unnu strákana okkar og það fór klárlega í taugarnar á mér,“ sagði Guðmundur.

„Danirnir vildu endilega að ég tæki upp danskt ríkisfang þegar ég var tólf ára.

Maður skilur þetta þess vegna alveg og það hefði ekkert verið vitlaust hjá mér að gerast Dani þótt ég hefði aldrei gert það,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Viðtalið við Guðmund í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert