Vildi sýna fallega fimleika

Nanna Guðmundsdóttir með verðlaunagripina í gær.
Nanna Guðmundsdóttir með verðlaunagripina í gær. Ljósmynd/Fimleikasamband Íslands

Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu og Valgarð Reinhardsson úr Gerplu urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum á laugardaginn í húsakynnum Ármanns í Laugardal.

Keppnin var hnífjöfn en Nanna hafði að lokum betur, Hildur Maja Guðmundsdóttir var önnur og Margrét Lea Kristinsdóttir tók bronsið.

Í gær var svo keppt í úrslitum á einstökum áhöldum og þar bættust við gullverðlaun hjá þeim báðum. Nanna sigraði í gólfæfingum en engri í kvennaflokki tókst að ná í fleiri en eitt gull í gær. Hildur Maja sigraði í stökki, Thelma Aðalsteinsdóttir á tvíslá og Guðrún Edda Min Harðardóttir á slá.

„Markmiðið mitt var að koma, sýna fallega fimleika og hafa gaman. Þetta kom mér því frekar á óvart,“ sagði Nanna um sigurinn þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. „Ég bjóst ekki endilega við því að verða Íslandsmeistari en svo gekk þetta allt mjög vel,“ bætti hún við. Nanna er tvítug og var að vinna sín fyrstu gullverðlaun í kvennaflokki. Hún varð Íslandsmeistari í unglingaflokki, 2014 og 2015, en hefur keppt í kvennaflokki síðan.

Nánar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert