Setti Íslandsmet í Rússlandi

Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig vel í Rússlandi.
Þuríður Erla Helgadóttir stóð sig vel í Rússlandi. Ljósmynd/IWF

Lyftingakonan Þuríður Erla Helgadóttir setti nýtt Íslandsmet í 59 kg flokki kvenna í  jafnhendingu á Evrópumótinu í ólympískum lyftingum í Rússlandi.

Þuríður jafnhenti 108 kg en ásamt því snaraði hún 83 kg á mótinu og setti um leið Íslandsmet í samanlögðu með 191 kg.

Þuríður Erla hafnaði í 10. sæti á mótinu í ár en hún varð í öðru sæti í B-hluta 59 kg flokksins.

mbl.is