Vona að vallarmetið fjúki

Vésteinn Hafsteinsson, Guðni Valur Guðnason, Simon Petterson, Daniel Ståhl, Sven …
Vésteinn Hafsteinsson, Guðni Valur Guðnason, Simon Petterson, Daniel Ståhl, Sven Martin Skagestad og Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, á blaðamannafundi í miðbæ Selfoss í gær. Ljósmynd/Guðmundur Karl Ljósmynd/Guðmundur Karl

„Fyrir mig er þetta mjög stórt. Ég er auðvitað Selfyssingur og heima er alltaf hér. Það er bara beint frá hjartanu. Að geta haldið þetta mót hér á Selfossi er stórkostlegt og ég ber mikið þakklæti í brjósti, að þetta geti orðið að veruleika.“

Þetta sagði Vésteinn Hafsteinsson, þjálfari Daniel Ståhl, heims- og ólympíumeistarans í kringlukasti, við Morgunblaðið á Selfossi í gær. Ståhl er meðal keppenda á Selfoss Classic, 75 ára afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands, sem verður haldið á Selfossvelli í dag.

„Þetta er búið að standa til í mörg ár og svo kom þetta upp núna á afmælisárinu og líka af því að þessi árangur náðist á síðasta ári, gull og silfur á Ólympíuleikunum í Tókýó, sem er líklega toppurinn á mínum ferli. Þannig að undanfarið hálft ár höfum við verið að vinna að þessu með frjálsíþróttasambandinu og deildinni á Selfossi,“ sagði Vésteinn.

Vallarmetið í kringlukasti á Selfossvelli er 67,64 metrar og það á Vésteinn sjálfur, síðan 31. maí 1989 og var kastið lengi Íslandsmetið í greininni. Guðni sló það með því að kasta 69,35 metra fyrir tveimur árum. Vésteinn á ekki von á öðru en að vallarmetið verði slegið í dag.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »