María Guðmundsdóttir látin

María Guðmundsdóttir.
María Guðmundsdóttir. Ljósmynd/SKÍ

María Guðmundsdóttir, fyrrverandi landsliðskona á skíðum, er látin aðeins 29 ára að aldri. María lést þann 2. september síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein.

Um síðustu áramót greindist hún með afar sjaldgæft krabbamein í milta og háði því baráttu við meinið illvíga undanfarna níu mánuði.

Auk þess að hafa verið landsliðskona fyrir hönd Íslands var María margfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum.

Hún lagði skíðin á hilluna í maí árið 2018, þá aðeins 24 ára gömul, eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli.

Hún hóf doktorsnám í sjúkraþjálfun í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Þar bjó hún ásamt eiginmanni sínum, Ryan Toney.

María verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 16. september klukkan 13.

mbl.is