Sambo snýst um styrk, liðleika og aga

Máni Hrafn Stefánsson, til vinstri, er á leið á Evrópumótið …
Máni Hrafn Stefánsson, til vinstri, er á leið á Evrópumótið sem fram fer í Serbíu. Ljósmynd/Sambo 80

Bardagaíþróttin sambo er í vexti hér á landi en félagið Sambo 80 hefur verið starfrækt í Hafnarfirði frá árinu 2019. Íþróttin er stunduð í tæplega 200 löndum og fékk hún inngöngu í ÍSÍ fyrr á þessu ári.

Ekki hefur verið keppt í greininni á Ólympíuleikunum en það gæti breyst í náinni framtíð. Morgunblaðið sló á þráðinn til Helgu Ingólfsdóttur, ritara Sambo 80, en eiginmaður hennar, Aleksandr Stoljarov, stofnaði félagið á sínum tíma og á stóran þátt í vexti hennar á Íslandi.

„Maðurinn minn ákvað fyrir fjórum árum síðan að stofna sambofélag á Íslandi. Hann fór til Kýpur, fór þar í nám til þjálfararéttinda og er nú með alþjóðleg þjálfararéttindi. Hann fór svo að mæta í frístundaheimili víða um landið til að kynna íþróttina.“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert