Guðbjörg sló Íslandsmetið í Árósum

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á Stórmóti ÍR á laugardaginn var þegar …
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á Stórmóti ÍR á laugardaginn var þegar hún jafnaði Íslandsmetið. mbl.is/Óttar Geirsson

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sló í kvöld Íslandsmet sitt í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss þegar hún sigraði í greininni á frjálsíþróttamótinu Aarhus Sprint n' jump í Árósum í Danmörku.

Guðbjörg Jóna hljóp vegalengdina á 7,35 sekúndum en fyrra Íslandsmet hennar var 7,43 sekúndur. Það setti hún í Laugardalshöllinni í fyrra og jafnaði það síðan á Stórmóti ÍR um síðustu helgi.

mbl.is