Vonum að bílstjórinn hafi rétt fyrir sér

Jón Dagur Þorsteinsson og Arnar Þór Viðarsson verða í eldlínunni …
Jón Dagur Þorsteinsson og Arnar Þór Viðarsson verða í eldlínunni með íslenska landsliðinu í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir því bosníska í fyrsta leik sínum í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Leikið er í hinni huggulegu Zenica á Bilino Polje-vellinum, sem hefur verið mikil gryfja fyrir bosníska liðið.

Það er ljóst að Zenica er mikil fótboltaborg. Í henni leikur Celik Zenica, sem er í sömu litum og Víkingur úr Reykjavík. Það þarf ekki að skoða borgina gaumgæfilega til að sjá merki félagsins um veggi hennar.

Er rautt og svart veggjakrot tengt félaginu afar áberandi í borginni og bílstjórinn á leiðinni frá Sarajevo til Zenica talaði um lítið annað en fótbolta á leiðinni, þrátt fyrir að hafa lítil tök á ensku. Spjallaði hann um ríginn á milli Celik Zenika og FK Sarajevo og hve skemmtileg borgin er í kringum fótboltaleiki.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert