Einbeittir Valsmenn mættir í höllina (myndskeið)

Karlalið Vals í handbolta er mætt í Friðar- og vináttuhöllina í Aþenu þar sem liðið freistar þess að verða fyrsta íslenska liðið til að vinna Evrópukeppni, en flautað verður til leiks klukkan 17.

Valur vann fyrir leikinn sinn við Olympiacos á heimavelli, 30:26, og er því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn í kvöld.

Mbl.is hefur fylgt liðinu í Grikklandi og tók blaðamaður meðfylgjandi myndskeið af leikmönnum mæta til leiks í höllina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert