Valdís á flugi á lokahringnum

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni spilaði afar vel í dag á þriðja og síðasta hring Janra Ladien Open á LET Access-mótaröðinni í golfi, þeirri næststerkustu í Evrópu.

Valdís er sem stendur í 22. sæti og fór upp um 48 sæti í dag, lék á 68 höggum sem er hennar besti árangur á mótinu. Fyrri tvo hringina lék hún á 71 og 75 höggum.

Valdís fékk fimm fugla í dag, tvo skolla og 11 pör og var því á þremur undir í dag. Hún lék samtals á einu höggi yfir pari á mótinu.

Aðeins þrír kylfingar hafa leikið betur en Valdís í dag sem komnir eru í hús, þar á meðal var hin sænska Johanna Gustavsson sem lék á 66 höggum í dag, en hún er í toppsætinu á sjö höggum undir pari samtals.

mbl.is