Birgir Leifur á þremur undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mbl.is/Styrmir Kári

Birgir Leifur Hafþórsson lék fyrsta hringinn á KPMG mótinu í golfi í Belgíu í dag á þremur höggum undir pari en mótið er hluti af áskorendamótaröðinni.

Birgir Leifur lék hringinn á 67 höggum. Hann fékk sex fugla, þrjá skolla og lék níu holur á parinu og er í 24.-41. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn. Þetta er þriðja mót hans í mótaröðinni og fyrir mótið í Belgíu er hann í 182. sæti á stigalistanum.

mbl.is