Will Smith er kylfusveinn Ólafíu

Ólafía Þórunn hér með bróður sínum Kristni J. Kristinssyni en ...
Ólafía Þórunn hér með bróður sínum Kristni J. Kristinssyni en hann hefur verið kylfusveinn hennar í nokkrum mótum. Tristan Jones, Ljósmynd/Tristan Jones

At­vinnukylf­ing­ur­inn Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir er á góðri leið með að tryggja sér áframhaldandi þátttöku á LPGA-mótaröðinni í golfi. Alfreð bróðir Ólafíu kíkti í Magasínið og spjallaði um árangurinn og golfið. 

Ólafía Þór­unn kom í hús á níu högg­um und­ir pari, samtals í fjórða sæti, degi fyrir lokahring á Indy Women-mót­inu á LPGA-mótaröðinni í Indi­ana­pol­is í dag. Fyrir hring var hún í 101. sæti á peningalistanum en hún þarf að ná niður fyrir 100. sæti til að hafa þátttökurétt á næstu mótaröð. Ef hún nær svipaðri spilamennsku á morgun má búast við því að hún nái að lækka sig niður í 80. sæti. 

Komust hlustendur K100 að ýmsu í spjalli Huldu og Hvata við Alfreð. Meðal annars að Ólafía hefur ráðið sér atvinnukylfusvein sem ber sama nafn og Hollywood leikarinn frægi. 

Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild. Fylgst verður með gangi mála á hringn­um hjá Ólafíu á morgun í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is. 

mbl.is