Ólafía þarf að bíða í nokkra klukkutíma

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Evian-meistaramótinu í Frakklandi í dag en það er jafnframt fimmta og síðasta risamót ársins hjá atvinnukonum í golfi.

Upphaflega átti Ólafía Þórunn að hefja leik klukkan 11.09 að íslenskum tíma en vegna veðurs þurfti að fresta mótinu um tíma í morgun og er áætlað að hún hefji ekki leik fyrr en klukkan 17.09. Þar með er ljóst að hún spilar ekki 18 holur á þessum fyrsta keppnisdegi.

mbl.is