Fínn hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði vel á þriðja hringnum á Blue Bay-mótinu í golfi sem fram fer á kínversku eyjunni Hainan í Suður-Kínahafi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék á 71 einu höggi eða einu höggi undir pari og er þegar þetta er skrifað jöfn í 21. sæti á þremur höggum yfir pari. Hún bætti sig verulega frá því í gær en þá lék hún á fjórum höggum yfir pari.

Ólafía fékk fjóra fugla, þrjá skolla og lék 11 holur á pari.

Staðan á mótinu

mbl.is