Örn hjá Tiger á par 4 (myndskeið)

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Fleiri en Ólsarinn Snorri Rafnsson hafa nælt í örn að undanförnu. Tiger Woods nældi sér í glæsilegan örn og það á par 4 holu þegar hann snéri aftur á PGA-mótaröðina.

Á lokahringnum í Hero World Challenge-mótinu í gærkvöld sló Tiger upphafshögg sitt á 7. braut inn á flöt eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Tiger sýndi þar að hann er enn högglangur þrátt fyrir að hafa farið í fjórar aðgerðir vegna bakmeiðsla á örfáum árum. 

mbl.is