Valdís Þóra úr leik í Dubai

Valdís Þóra í Dubai í dag.
Valdís Þóra í Dubai í dag. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Omega Dubai mótinu á LET Evrópumótaröðinni.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun lék Valdís Þóra annan hringinn á einu höggi undir pari en það dugði henni ekki til að komast áfram. Niðurskurðurinn miðaðist við eitt högg yfir pari en Valdís lék hringina tvo á samtals tveimur höggum yfir pari og endaði í 61.-68. sæti.

Staðan á mótinu

mbl.is