Guðmundur með efstu mönnum í Svíþjóð

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er í fjórða sæti á Stora Hotellet Bryggan Fjällbacka mótinu sem haldið er í Svíþjóð og er hluti af Nordic Tour mótaröðinni í golfi. Guðmundur Ágúst lék á fjórum höggum undir pari í dag, fékk fjóra fugla og tapaði ekki höggi.

Haraldur Franklín Magnús, GR, lék á pari, 71 höggi og er í 34. sæti. Andri Björnsson, GR, er í 106. sæti og lék á 4 höggum yfir pari.

mbl.is