Góð spilamennska Haraldar heldur áfram

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús.

Haraldur Franklín Magnús, sem á dögunum tryggði sér sæti á Opna mótinu, einu af fjórum risamótum ársins í golfi, lék þriðja og síðasta hringinn á Camfil Nordic Championship-mótinu í dag á 69 höggum. 

Mótið er hluti af Nordic Tour-mótaröðinni og leikið er í Svíþjóð. Haraldur fékk sex fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla á holunum 18 og lék hann hringina á samtals fjórum höggum undir pari. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Andri Þór Björnsson léku einnig á mótinu en þeir féllu úr leik eftir tvo hringi. Sören Pettersson frá Danmörku bar sigur úr býtum á mótinu en hann lék á samanlagt 14 höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert