Stutt í næsta mót hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður næst í eldlínunni á LPGA-mótaröðinni á Marathon Classic mótinu sem hefst í Sylvania í Ohio fylki í Bandaríkjunum á fimmtudaginn.

Ólafía Þórunn var grátlega nærri því að komast í gegnum niðurskurðinn á Thornberry Creek-golfmótinu sem lauk um síðustu helgi en hún var aðeins einu höggi frá því.

Ólafía er sem stendur í 128. sæti á peningalista LPGA-mótaraðarinnar en til þess að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð í heimi á næsta ári þarf hún að enda á meðal 80 efstu á peningalistanum. Á heimslistanum er Ólafía í 257.sæti en var best í 171. sæti snemma á þessu ári.

mbl.is