Birgir Leifur langt frá sínu besta

Birgir Leifur Hafþórsson spilaði ekki vel í dag.
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði ekki vel í dag.

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur var langt frá sínu besta á fyrsta hring Made in Denmark-mótsins í Silkeborg í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni. 

Birgir lék hringinn í dag á 78 höggum, sex höggum yfir pari, og er á meðal neðstu manna. Birgir fékk tvo fugla, fimm skolla og einn þrefaldan skolla á átján holum og þarf að spila gríðarlega vel á öðrum hringnum á morgun til að eiga möguleika á að fara í gegnum niðurskurðinn. 

Englendingurinn Jonathan Thompson er efstur á átta höggum undir pari. 

mbl.is