Ólafur hafnaði í 15. sæti í Svíþjóð

Ólafur Björn Loftsson
Ólafur Björn Loftsson Styrmir Kári

At­vinnukylf­ing­ur­inn Ólaf­ur Björn Lofts­son hafnaði í 15. sæti á Bråviken Open-mót­inu á Nordic Tour-mótaröðinni í golfi. Ólafur lék þrjá hringi á samanlagt tólf höggum undir pari. 

Ólafur lék þriðja og síðasta hringinn í gær á 68 höggum, fjórum höggum undir pari, en hann lék best á fyrsta hring eða á 66 höggum. Hampus Bergman frá Svíþjóð stóð uppi sem sigurvegari á 22 höggum undir pari. 

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son, Har­ald­ur Frank­lín Magnús og Andri Þór Björns­son hafa all­ir leikið á mótaröðinni á tíma­bil­inu, en Ólaf­ur var eini ís­lenski kepp­and­inn á mót­inu. 

mbl.is