Gott skor í Malasíu

Marc Leishman á hringnum í gær.
Marc Leishman á hringnum í gær. AFP

Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi er nú komin til Asíu og hafa 36 holur verið leiknar á CIMB Classic mótinu. Efstu kylfingarnir hafa leikið mjög vel og verið nærri 60 höggum. 

Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland og Ástralinn Marc Leishmann eru efstir á samtals 14 höggum undir pari. Woodland lék á 69 og 61 höggi en Leishman á 68 og 62 höggum. 

Næstir koma Indverjinn Shubhankar Sharma og Englendingurinn Paul Casey á samtals 13 undir pari. 

mbl.is