Stricker verður fyrirliði Bandaríkjanna

Steve Stricker verður fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum.
Steve Stricker verður fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum. AFP

Steve Stricker verður fyrirliði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á næsta ári. Þetta staðfesti PGA í Bandaríkjunum í dag. Stricker býr aðeins tveimur tímum frá keppnisvellinum, Whistling Straits. 

Stricker hefur þrisvar tekið þátt í Ryder-bikarnum, en hann tapaði öllum fjórum leikjum sínum árið 2012 þegar Evrópa stóð uppi sem sigurvegari. Hann hefur verið varafyrirliði í síðustu þremur Ryder-bikurum. 

„Þetta er draumur að rætast og ég er mjög auðmjúkur yfir þessu tækifæri. Ég er með mikla ástríðu fyrir Ryder-bikarnum. Mér hefur aldrei langað eins mikið til að vinna eitt mót,“ sagði Stricker. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert