Valdís aftur þar sem hún naut sín best

Valdís Þóra Jónsdóttir í Bonville fyrir ári þar sem hún ...
Valdís Þóra Jónsdóttir í Bonville fyrir ári þar sem hún náði sínum besta árangri á ferlinum. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, hefur leik í nótt á móti í Bonville í Ástralíu en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.

Valdís Þóra náði sínum besta árangri á mótaröðinni í Bonville fyrir ári síðan þegar hún endaði í 3. sæti. Það er jafnframt besti árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki, en Evrópumótaröðin er sterkasta mótaröð Evrópu.

Valdís Þóra hefur leik kl. 1.50 að íslenskum tíma og leikur svo annan hringinn um kl. 20.40 annað kvöld að íslenskum tíma.

mbl.is