Tiger opinn fyrir Tókíó

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods, næstsigursælasti kylfingur frá upphafi, segist hafa áhuga á því að keppa á Ólympíuleikunum í Tókíó á næsta ári. 

Tiger gengur ekki að neinu sem gefnu en segir að fari svo að hann komist í bandaríska liðið sem keppir í golfi á leikunum þá hafi hann áhuga á því. Sagði hann raunar afdráttarlaust já í viðtali við CNN.

Ólympíuleikar séu nokkuð sem hann hafi ekki upplifað á sínum ferli og myndi gjarnan vilja bæta því á ferilskrána. 

Golf varð aftur keppnisgrein á Ólympíuleikum eftir langt frí í Ríó 2016 og sigraði Englendingurinn Justin Rose í karlaflokki. 

mbl.is