Sigurtilfinningin fylgir með

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson fagnaði sigri á Svea Leasing Open-mótinu í Svíþjóð í gær en mótið er hluti af Nordic-mótaröðinni í golfi.

Þetta var þriðji sigur Guðmundar á mótaröðunni og tryggði hann sér þar með keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu út þetta tímabil og á næsta tímabili en mótaröðin er sú næststerkasta í Evrópu á eftir Evrópumótaröðinni.

„Ég get alveg viðurkennt það að ég átti ekki beint von á því að vera búinn að vinna þrjú mót á þessum tíma en ég hafði mjög góða tilfinningu fyrir þessu í byrjun tímabilsins,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið í gær.

Guðmundur er nú með keppnisrétt á bæði Nordic-mótaröðinni sem og Áskorendamótaröðinni en hann segir að markmiðið sé að koma sér inn á Evrópumótaröðina, að því er fram kemur í samtali við hann á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert