Fór holu í höggi á The Open (myndskeið)

Emiliano Grillo.
Emiliano Grillo. AFP

Argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo gerði sér lítið fyrir á The Open í morgun en mótið hófst á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi eldsnemma í morgun.

Grillo náði draumahögginu á 13. holu sem er par þrír hola og er þetta í fyrsta sinn síðan 2016 sem kylfingi tekst að fara holu í höggi á þessu sögufræga móti sem er haldið í 148. sinn. Höggið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Robert Macintyre, Charley Hoffmann og Shane Lawry hafa leikið best allra eða á þremur höggum undir pari.

Staðan er uppfærð hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert