Lygilegur örn á The Open (myndskeið)

Adam Hadwin átti eitt af höggum mótsins í morgun.
Adam Hadwin átti eitt af höggum mótsins í morgun. AFP

Kylfingurinn Adam Hadwin átti eitt af höggum dagsins á The Open sem nú fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Hadwin er frá Kanada en hann hefur spilað frábært golf í dag og er á fjórum höggum undir pari í 32.-48. sæti.

Hann er á samtals einu höggi undir pari en Kanadamaðurinn hefur fengið tvo fugla og einn örn í dag. Örninn fékk hann á áttundu braut með sjö-járni en boltinn skoppaði á flötinni áður en hann fór beint ofan í holuna.

mbl.is