Meistarinn langt frá toppnum

Francesco Molinari.
Francesco Molinari. AFP

Sigurvegari Opna mótsins í fyrra, Francesco Molinari, var að ljúka þriðja hringnum á mótinu í ár en það fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Molinari átti nokkuð lítilfjörlegan hring í dag og er langt frá efstu mönnum.

Hann varð fyrsti Ítalinn til að sigra á mótinu sem fór fram á Carnoustie-vellinum í Skotlandi í fyrra en honum hefur ekki gengið jafnvel að þessu sinni. Ítalinn spilaði lítilfjörlegan hring í dag, náði einum fugli og fékk tvo skolla en hann er alls á tveimur höggum yfir pari eftir þrjá hringi.

Hann er því 60.-66. sæti sem stendur og gæti með góðum lokahring á morgun híft sig upp töfluna. J.B. Holmes og Shane Lowry deila enn toppsætinu, báðir á átta höggum undir pari, en þeir byrja sinn þriðja hring síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert