Ein hola skemmdi fyrir Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék í dag á 75 höggum, fjórum höggum yfir pari, á fyrsta hring á Bossey Ladies Championship-mótinu á LET Access-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. 

Guðrún lék heilt yfir vel, en fjórða holan skemmdi fyrir. Hún lék holuna, sem er par fjögur, á sjö höggum. Hún fékk annars tvo fugla, þrjá skolla og tólf pör. 

Nýkrýndi Íslandsmeistarinn er í 42. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Hayley Davis frá Englandi er efst á sex höggum undir pari. 

mbl.is