Ánægð en á sama tíma svekkt

Valdís Þóra Jónsdóttir náði frábærum árangri í Suður-Afríku um helgina.
Valdís Þóra Jónsdóttir náði frábærum árangri í Suður-Afríku um helgina. AFP

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á South African Women's Open-golfmótinu í Höfðaborg í Suður-Afríku um helgina. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Lék Valdís þrjá hringi á samanlagt tveimur höggum undir pari. Valdís lék fyrsta hringinn á 72 höggum, annan hringinn á 70 höggum og þriðja hringinn á 72 höggum. Valdís var á tímabili aðeins einu höggi frá toppsætinu, en henni fataðist flugið á níu síðustu holum mótsins og varð því að gera sér sjöunda sætið að góðu.

Kom mér í mörg færi

„Ég er smá svekkt með seinni níu,“ sagði Valdís í samtalið við Morgunblaðið eftir lokahringinn. „Ég var með tvö þrípútt þar sem ég fékk skolla. Ég var að koma mér í helling af færum en ég var ekki að setja neitt ofan í. Ég er ánægð en á sama tíma svekkt með þennan árangur,“ bætti hún við.

Valdís var í heildina nokkuð ánægð með spilamennskuna á mótinu sem var stöðugri en oft áður. Stundum eru miklar sveiflur í leik Valdísar. Hringirnir þrír um helgina voru hins vegar jafnir og góðir.

„Spilamennskan yfir höfuð var fín og ég kom mér í mörg færi en auðvitað hefði ég viljað setja fleri pútt ofan í. Flatirnar hérna eru svolítið erfiðar en mér fannst ég oft lesa þær rétt, en stundum er þetta svona.“

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert