Íslandsmeistarinn með fína forystu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Íslandsmeistari kvenna í golfi, Guðrún Brá Björgnvinsdóttir, er með fjögurra högga forystu eftir fyrsta hringinn af tveimur sem spilaðir eru í Hvaleyrarbikarnum í Hafnarfirði í dag. Veður hefur sett strik í reikninginn en aflýsa þurfti fyrstu tveimur keppnisdögunum. Leikin var einn hringur fyrir hádegi í dag og annar hringur á eftir.

Guðrún Brá lék fyrri hringinn á 69 höggum eða tveimur undir pari en Heiðrún Hlynsdóttir er önnur eftir að hafa leiki á 73 höggum. Ragnhildur Kristinsdóttir er þriðja á 74 höggum. Í karlaflokki er Hákon Örn Magnússon eftur en hann lék fyrri hringinn á 67 höggum eða fjórum undir pari. Sverrir Haraldsson er næstur á 68 höggum og Tómas Eiríksson Hjaltested þriðji á 69 höggum.

Mótinu lýkur í kvöld en Hvaleyrarbikarinn er hluti stiga­mótaröð GSÍ og það fjórða í röðinni. Stöðuna má skoða með því að smella hér.

mbl.is