Kylfingurinn ungi í hópi þeirra bestu

Bandaríkjamaðurinn ungi Collin Morikawa.
Bandaríkjamaðurinn ungi Collin Morikawa. AFP

Banda­ríkjamaður­inn ungi, Coll­in Morikawa, skaut mörg­um af stærstu stjörn­um golfíþrótt­ar­inn­ar ref fyr­ir rass á loka­degi PGA-meist­ara­móts­ins í gær­kvöldi þegar hann lék loka­hring­inn á 64 högg­um og vann mótið.

Morikawa er 23 ára, sex mánaða og þriggja daga gamall sem gerir hann að þriðja yngsta sigurvegara meistaramótsins frá síðari heimsstyrjöldinni. Aðeins Rory McIlroy og Jack Nicklaus voru yngri og þá var Tiger Woods einnig 23 ára þegar hann vann mótið í fyrsta sinn.

Morikawa hef­ur sýnt hvað í hon­um býr á ár­inu og sigraði á Work­day Cha­rity Open 12. júlí. Í síðustu viku hafnaði hann í 20. sæti á World Golf Champ­i­ons­hips. Í júní hafnaði hann í 2. sæti á Char­les Schwab Chal­lenge og varð í 9. sæti í mars á Arnold Pal­mer In­vitati­onal. Hann var í 12. sæti heimslist­ans fyr­ir mótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert