Ólafía hársbreidd frá því að komast áfram

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, Íslands­meist­ari úr Keili, og Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, úr GR, eru báðar úr keppni á Ladies Open mótinu í Sviss sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.

Mótið fer fram á Golfpark Holzhausern-vellinum í Sviss og hófst í gær en þær Guðrún og Ólafía komust hvorugar í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn í dag. Ólafía var þó grátlega nálægt því.

Hún lék á 73 höggum í dag, eða einu yfir pari vallarins og einu höggi betur en á fyrsta hring í gær. Samtals var  hún því á þremur höggum yfir pari, einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Guðrún Brá spilaði hringinn í dag á 75 höggum og var að lokum alls fjórum höggum yfir pari. Evr­ópu­mótaröðin, LET, er sú sterk­asta í Evr­ópu. Þar á Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir úr Leyni einnig keppn­is­rétt en hún tjáði Morg­un­blaðinu nýlega að hún myndi taka sér frí frá keppni út árið vegna bak­meiðsla. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert